Reitur 1
Á reit eitt eru fjórar byggingar auglýstar til uppbyggingar, Kaupvangur 8 – 12 og 14-16, Nývangur 8-10 og 12-14. Um er að ræða byggingar meðfram Orminum, göngugötu, þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæðum og íbúðum á efri hæðum.
Gert er ráð fyrir að núverandi hús á svæðinu, Kaupvangur 10, verði fjarlægt og er það skilgreint sem víkjandi í gildandi deiliskipulagi.
- Farðu með músina yfir grænu svæðin til þess að skoða nánar
Grunnmynd
Kaupvangur 20
Hámarkshæð bygginga er 10,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.
| Skilmálar | Kaupvangur 20 |
|---|---|
| Stærð lóðar (m2) | 2.627 |
| Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 2.926 |
| Byggingarmagn ofanjarðar (B rými) | 348 |
| Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými) | 1.010 |
| Heildar byggingarmagn samtals. | 4.285 |
| Hámarksfjöldi íbúða | 18 |
| Bílastæði innan lóðar | 62 |
| Bílastæði í bæjarlandi | 10 |
| Starfsemi | Verslun/þjónusta/íbúðir |
| Hæðir, hámark | 4 |
Sólvangur 2, 4 og 6
Hámarkshæð bygginga er 10,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.
| Skilmálar | Kaupvangur 8 | Kaupvangur 10 | Kaupvangur 12 |
|---|---|---|---|
| Stærð lóðar (m2) | - | 3.087 | (ein lóð) |
| Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 1.034 | 1.022 | 868 |
| Byggingarmagn ofanjarðar (B rými) | 100 | 80 | 110 |
| Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými) | 350 | 420 | 340 |
| Heildar byggingarmagn samtals. | 1.484 | 1.522 | 1.318 |
| Hámarksfjöldi íbúða | 9 | 7 | 9 |
| Bílastæði innan lóðar | 18 | 19 | 9 |
| Starfsemi | Verslun /þjónusta /íbúðir | Verslun /þjónusta /íbúðir | Íbúðir |
| Hæðir hámar | 3 | 3 | 3 |
Reitur 2
Fjórar lóðir með samtals fjórum byggingum með blöndu íbúða og verslunar- og þjónusturýma.
Reitur 3
Tvær lóðir með samtals tveimur byggingum með blöndu íbúða og verslunar- og þjónusturýma.
Reitur 4
Tvær lóðir með samtals tveimur byggingum, annarri með blöndu íbúða og verslunarþjónusturýma og hinni fyrir verslun og þjónustu.